Umferðarslys við Lómagnúp

Björgunarsveitir voru kallaðar út til aðstoðar.
Björgunarsveitir voru kallaðar út til aðstoðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Umferðarslys varð um klukkan tvö í dag á veginum við Lómagnúp og hefur honum verið lokað vegna þess. Þetta kemur fram á síðu Vegagerðarinnar. Þar kemur einnig fram að vegurinn á milli Skaftafells og Kirkjubæjarklausturs sé lokaður vegna veðurs og sandfoks.

Björgunarsveitirnar Kyndill á Kirkjubæjarklaustri og Kári í Öræfum voru kallaðar út til aðstoðar, að sögn Karenar Óskar Lárusdóttur, verkefnastjóra aðgerðamála hjá Landsbjörgu.

Hún segir beiðni um aðstoð hafa borist um hálftvö í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert