Vilja auka kvóta um 2,5 milljónir lítra

Kýrnar þurfa að hafa góða beit og góð hey til …
Kýrnar þurfa að hafa góða beit og góð hey til að þær mjólki vel. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sala á mjólkurafurðum hefur verið góð á árinu og er það ekki síst þakkað fjölgun ferðafólks frá löndum þar sem hefð er fyrir mikilli mjólkurneyslu. Framleiðsla kúabúanna tók við sér síðsumars eftir frekar slaka byrjun. Nú lítur út fyrir að auka þurfi heildarkvóta næsta árs um 2,5 milljónir lítra til að halda framleiðslu og sölu á innanlandsmarkaði í jafnvægi.

Sala mjólkur hefur verið meiri að undanförnu en lengi hefur verið. Í lok ágúst var sala mjólkurafurða á tólf mánaða tímabili, umreiknuð á fitugrunn, komin í 146,6 milljónir lítra og útlit er fyrir að salan verði 147 til 147,5 milljónir lítra á almanaksárinu 2022. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert