Slegin yfir lýsingum af eineltinu

Í yfirlýsingu sem foreldrafélagið birti á Facebook í gær segir …
Í yfirlýsingu sem foreldrafélagið birti á Facebook í gær segir að stjórnin muni eiga fund með skólastjórnendur við fyrsta tækifæri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjórn foreldrafélags Hraunvallaskóla kveðst slegin yfir lýsingum á einelti nemenda skólans sem fjölmiðlar greindu frá í gær.

Brýnt sé að taka á svona málum af festu og mun stjórnin funda með skólastjórnendum við fyrsta tækifæri.

Greint var frá því í gær að tólf ára stúlka hefði endað á spítala vegna sjálfsvígstilraun eftir að hafa mátt þola gróft einelti af hendi skólasystkina og fleiri barna.

Móðir hennar segir eineltið hafa verið slæmt í meira en ár en myndskeið hafa meðal annars verið birt sem sýna börn sparka og kýla stúlkuna. Þá hefur stúlkan ítrekað fengið andstyggileg skilaboð þar sem hún er hvött til þess að svipta sig lífi. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í hálfan mánuð vegna eineltisins.

Ætla að funda með skólastjórnendum

Í yfirlýsingu sem foreldrafélagið birti á Facebook í gærkvöldi segir að stjórnin muni eiga fund með skólastjórnendur við fyrsta tækifæri. Þá segir einnig að brýnt sé að foreldrar, skólastjórnendur og starfsfólk skólans vinni saman að uppbyggjandi lausnum þar sem velferð barnanna sé alltaf í fyrirrúmi. 

Stjórn foreldrafélagsins mun þar leggja allt sitt að mörkum eins og aðstæður leyfa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert