Bílar víkja úr Kvosinni

Svona verður ásýnd götunnar eftir fyrirhugaðar breytingar.
Svona verður ásýnd götunnar eftir fyrirhugaðar breytingar.

Kirkjustræti og Templarasundi verður breytt í göngugötur og því munu bílar víkja af þessu svæði Kvosarinnar í miðbænum.

Er þetta í samræmi við samþykkt umferðarskipulag Kvosarinnar frá árinu 2020 um bann vélknúinnar umferðar á Kirkjustræti og hluta Templarasunds nema með leyfi skrifstofu Alþingis. Gert er ráð fyrir að rafdrifnir pollar verði notaðir til að takmarka almenna umferð inn á svæðið í Kvosinni.

Forhönnun svæðisins er lokið og var hún unnin af Hornsteinum arkitektum, Hildiberg Hönnunarhúsi og Verkfræðistofu Bjarna Viðarssonar. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti á fundi í vikunni að haldið yrði áfram með undirbúning og farið í verkhönnun og gerð útboðsgagna.

Hægt er að lesa umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert