Sigur Rós er komin á Tik-Tok

Sigur Rós tróð upp í París í byrjun mánaðarins þar sem mbl.is hitti Georg Hólm og spurði hann út í nýjustu vendingar hjá sveitinni og fylgdist með tveimur mögnuðum tónleikum. Ný plata er væntanleg, strákarnir eru í hörku formi og þá er byrjað að breiða út fagnaðarerindið á Tik-Tok! Hvernig til tekst að sjóða 10 mínútna ópusa niður í nokkurra sekúndna video er eitthvað sem sá sem þetta skrifar mun líklega aldrei vita. En það er gott að vita til þess engu að síður. 

Í spjallinu er farið lauslega yfir stemninguna á túrnum og feril sveitarinnar sem nálgast óðfluga að verða þrítug. Þá er að finna ítarlegt viðtal við Georg með öðrum áherslum í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins en þetta er í fyrsta skipti sem hann fer á tónleikaferðalag með sveitinni allsgáður. 

Um næstu helgi lýkur tónleikaferðalagi Sigur Rósar um heiminn með stórtónleikum í Laugardalshöll. Þar munu strengjasveitin Amiina og brassbandið Brassgat í bala leika með strákunum, er það í fyrsta skipti í 14 ár sem það gerist en tónleikunum verður jafnframt streymt á netinu. Enn er hægt að fá miða tónleikana á tix.is

Sigur Rós kom fram á tónleikum á Zénith í París …
Sigur Rós kom fram á tónleikum á Zénith í París dagana 4. og 5. nóvember 2022. Hér sést Goggi munda bassann á sinn einstaka hátt. mbl.is/Hallur Már
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert