„Maður endar bara á Grund“

Fyrstu heimilismennirnir á elliheimilinu Grund fyrir réttum hundrað árum.
Fyrstu heimilismennirnir á elliheimilinu Grund fyrir réttum hundrað árum.

„Dvalarheimilið Grund er skólabókardæmi um það að sjálfseignarformið getur virkað vel í rekstri,“ segir Jón Þór Hannesson en ný heimildarmynd hans um sögu Grundar í 100 ár verður sýnd í Ríkissjónvarpinu að kvöldi sunnudags. 

„Heimilið hefur vaxið og dafnað enda er því ekki að neita að þetta er góður bissness. Fólk eldist og lifir lengur en það gerði og nú eru fjölmennir árgangar að komast á aldur. Það er auðvitað stórmerkilegt að sama fjölskyldan skuli hafa haldið utan um þessa starfsemi allan þennan tíma sem segir okkur að þau gera þetta af hugsjón og umhyggju fyrir eldra fólki,“ segir hann.

Jón Þór segir andann á Grund alla tíð hafa verið góðan og í myndinni ræðir hann meðal annars við fólk sem vann á heimilinu en dvelst þar nú sjálft.

„Það segir manni hvert fólk vill helst fara þegar aldurinn færist yfir. Læknar mæla líka gjarnan með Grund vegna góðrar aðhlynningar og persónulegrar þjónustu. Orðspor Grundar innan greinarinnar hefur alltaf verið gott. Oft er sagt „maður endar bara á Grund“ og það á ágætlega við um mig sjálfan enda er ég orðinn 78 ára. Ætli ég fari ekki bara að sækja um pláss. Ég þekki í öllu falli vel til.“

Hann hlær dátt.

Nánar er rætt við Jón Þór í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Jón Þór Hannesson er höfundur myndarinnar.
Jón Þór Hannesson er höfundur myndarinnar.
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »