Stemningin magnast smám saman

Það var þéttsetinn bekkurinn á Ölveri á fimmtudagskvöld þegar Brasilía …
Það var þéttsetinn bekkurinn á Ölveri á fimmtudagskvöld þegar Brasilía og Serbía mættust. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Það er búið að vera nóg að gera yfir leikjunum. Ég held að það megi segja að það sé bara kærkomið að fá HM í fótbolta að vetri til. Það er öðruvísi, en gaman,“ segir Ingvar Svendsen, veitingamaður á American Bar í Austurstræti.

Margir hafa gert sér ferð á sportbari til að fylgjast með leikjum á HM í knattspyrnu karla sem nú fer fram í Katar. Mótið hefur verið umdeilt en eftir að flautað var til leiks hefur stemningin smám saman verið að aukast. Þetta merkja veitingamenn, einkum og sér í lagi þegar stærri þjóðirnar mæta til leiks.

Ingvar segir að leikirnir á HM séu frábær viðbót nú í nóvember sem oftast þurfi að líða fyrir að margir huga að undirbúningi jólanna og ungt fólk sé í prófum.

„Ég held að það verði allt fullt um helgina,“ segir veitingamaðurinn kokhraustur. Og það kannski ekki að ástæðulausu því margir stórir leikir eru á dagskrá. 

Umfjöllunina má nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu sem kom út í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »