Eldur kom upp á veitingastað í Kópavogi

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um áttaleytið í kvöld að veitingastað í Kópavogi þar sem kviknað hafði eldur. 

Að sögn varðstjóra urðu engar skemmdir á staðnum, „það var hægt að klára það mál í fæðingu“.

Slökkviliðið reykræsti veitingastaðinn. 

mbl.is