Gera atlögu og vilja klára fljótt og vel

Eiður Stefánsson.
Eiður Stefánsson. Ljósmynd/FVSA

„Núna ætlum við að vera í samfloti með iðnaðarmönnum og VR og vonandi getum við gert atlögu að þessu á morgun [í dag] og klárað þetta fljótt og vel,“ segir Eiður Stefánsson, formaður samninganefndar LÍV og formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og nágrenni (FVSA). Hann segir stefnt að stuttum samningstíma og að menn geri sér vonir um að takast muni að ná samkomulagi um kjarasamning í þessari viku en ekkert sé þó fast í hendi.

Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir í samfloti iðn- og tæknifólks, LÍV og VR til sáttafundar með SA kl. 13.15 í dag. Vinnufundir hafa verið haldnir hjá ríkissáttasemjara seinustu daga og miklar annir eru hjá embættinu, sem er með 15 mál í gangi. Ekkert liggur hins vegar fyrir um hvenær SA og Efling koma saman til næsta fundar en þeirri deilu hefur ekki verið vísað til sáttameðferðar.

Formaður FVSA sér ýmsa kosti við SGS-samninginn

Félög verslunar- og skrifstofufólks í LÍV að VR frátöldu hafa ekki slitið kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Eiður, sem er formaður félags með um 2.500 félagsmenn, segir aðspurður ýmsa kosti við nýgerðan kjarasamning Starfsgreinasambandsins og SA.

„Ég held að hann henti þessum hópi sem þeir semja fyrir bara vel,“ segir hann. Kostirnir séu m.a. að kjarasamningur taki við af samningi, hækkanir komi strax, breytingar á launatöxtum og fleira en verslunarmannafélögin þurfi einnig prósentuhækkanir fyrir millitekjuhópana.

„Við erum með mjög breitt launabil í okkar félagi, erum til dæmis með háskólamenntað fólk sem er yfir töxtum og við reynum að ná samningi fyrir þetta fólk líka,“ segir hann. Rætt hefur verið um blöndu krónutölu- og prósentuhækkana.

Kristján Þórður Snæbjarnarson.
Kristján Þórður Snæbjarnarson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins sagði í gær að samflot iðn- og tæknigreina væri samstiga VR í kjaraviðræðum þrátt fyrir að ásýndin virtist vera önnur. Unnið væri út frá því að gera skammtímasamning líkt og SGS gerði. „Það er á borðinu eins og staðan er í dag að reyna það, en hins vegar er það þannig að tíminn til þess að gera slíkt er orðinn mjög knappur,“ sagði hann. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »