Beið í rúmt ár eftir hurð og gluggum

Trésmíðaverkstæði hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini sínum staðfestingargjald vegna …
Trésmíðaverkstæði hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini sínum staðfestingargjald vegna pöntunar á smíði nýrrar hurðar og þriggja glugga sem aldrei voru smíðaðir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Trésmíðaverkstæði hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini sínum staðfestingargjald vegna pöntunar á smíði nýrrar hurðar og þriggja glugga sem aldrei voru smíðaðir. Skal verkstæðið auk þess greiða dráttarvexti af staðfestingargjaldinu. Þetta er niðurstaða kærunefndar vöru- og þjónustukaupa.

Í úrskurði nefndarinnar eru málsatvik rakin. Kona nokkur óskaði eftir tilboði trésmíðaverkstæðisins. Það hljóðaði upp á 1.032.804 krónur fyrir smíði og uppsetningu glugganna þriggja og hurðar að meðtöldum virðisaukaskatti. Konan greiddi staðfestingargjald í byrjun júlí 2021, ríflega 361 þúsund krónur.

„Í kjölfarið áttu aðilar í reglulegum samskiptum í gegnum tölvupóst þar sem sóknaraðili ítrekaði margsinnis ósk sína um að varnaraðili myndi hefja verkið eins fljótt og kostur væri enda lægi fasteign hennar undir skemmdum vegna leka. Þann 1. maí 2022 hafi varnaraðili komið til sóknaraðila í því skyni að mæla fyrir gluggunum og hurð. Hafi varnaraðili tjáð henni að smíðin myndi hafa algjöran forgang hjá honum og tæki hún um þrjár til fjórar vikur,“ segir í úrskurðinum. Níu mánuðir liðu því frá því samið var um verkið og staðfestingargjald greitt þar til smiður kom á staðinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »