Níu tonn af varningi send til Úkraínu

Áður en varningurinn var fluttur um borð.
Áður en varningurinn var fluttur um borð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Níu tonn af prjónavarningi, vetrarfötum, sjúkragögnum og annars konar búnaði voru í dag flutt um borð í kanadíska herflutningavél á Keflavíkurflugvelli og send áleiðis til Úkraínu.

Prjónavarningurinn er afrakstur sjálfboðavinnu þúsunda Íslendindinga en

Um að ræða vetrarútbúnað fyrir varnarsveitir Úkraínu og almenning. Íslendingar komu að fatasöfnuninni en utanríkisráðuneytið auglýsti einnig fyrr í haust eftir vetrarútbúnaði fyrir varnarsveitir Úrkaínu.

Ráðuneytið hefur gengið frá kaupum á skjólfatnaði og skóm frá Fjallakofanum, 66°N og Dynjanda fyrir tæpar 50 milljónir króna en raunvirði varningsins er um 150 milljónir, auk sjúkragagna sem íslenskur aðili hefur gefið

Þórdís Kolbrún utanríkisráðherra ásamt Birgir Raschhofer, fulltrúi hannyrðahittingsins. Í bakgrunni …
Þórdís Kolbrún utanríkisráðherra ásamt Birgir Raschhofer, fulltrúi hannyrðahittingsins. Í bakgrunni sjást fulltrúi Sendum hlýju og kanadíski sendiherrann á Íslandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

3.500 pör af lopasokkum

Prjónavarningurinn um borð í vélinni er afrakstur sjálfboðavinnu þúsunda Íslendinga sem hafa tekið þátt í verkefninu Sendum hlýju frá Íslandi.  Rúmlega 3.500 pör af lopasokkum hafa verið send erlendis. 

Þegar hafa þúsundir íslenskra lopasokka ratað á fætur Úkraínumanna en þetta er ekki í fyrsta sinn sem prjónavarningur er sendur til Úkraínu frá Íslandi.

Starfsfólk Landhelgisgæslunnar pakkaði varningnum um helgina og setti á bretti sem var síðan staflað um borð kanadísku herflutningavélina á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Auk utanríkisráðherra fylgdust fulltrúar Sendum hlýju og hannyrðahittingsins og Jeannette Menzies, sendiherra Kanada á Íslandi með því sem fram fór.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert