„Við náðum markmiðinu okkar“

Ung sölukona.
Ung sölukona. mbl.is/Árni Sæberg

Samtökin Réttindi barna á flótta söfnuðu rúmlega einni milljón íslenskra króna á listaverkauppboði sem haldið var í Iðnó í dag. 

Listaverk seldust fyrir 1.082.000 krónur og einnig seldu börn listaverk og jólakort, en ágóðinn af þeirri sölu nam 36 þúsund krónum. 

„Við náðum markmiðinu okkar, sem var að eiga fyrir þeim reikningum sem við skuldum nú þegar í tengslum við þá hjálp sem við höfum verið að veita börnum upp á síðkastið,“ segir Esther Þorvaldsdóttir, einn af stofnendum samtakanna. 

Börn seldu listaverk og jólakort, en ágóðinn af þeirri sölu …
Börn seldu listaverk og jólakort, en ágóðinn af þeirri sölu voru 36 þúsund krónur. mbl.is/Árni Sæberg

Hópur ferðamanna naut sýningarinnar

Veðrið í dag var ekki til þess fallið að hvetja fólk til bæjarrölts. Engu að síður mættu þeir sem höfðu ætlað sér að mæta til þess að fjárfesta í listaverki á uppboðinu.

Til viðbótar varð hópur ferðamanna veðurtepptur í borginni, og uppboðshaldarar buðu þeim inn í hlýjuna í Iðnó og leiddu þá í staðinn um sýningarsalinn.  

Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar opnuðu uppboðið með fallegur tónlistaratriði. Þá flutti Hallgrímur Helgason ljóð sem hann samdi af þessu tilefni. 

Þau listaverk sem ekki seldust verða mörg boðin til sölu á vefsíðu í framhaldinu og því getur fólk enn styrkt samtökin með því að kaupa listaverk. 

Listaverk seldust fyrir 1.082.000 krónur
Listaverk seldust fyrir 1.082.000 krónur mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert