Aðstoðuðu á annað hundrað manns í gær

Félagar í Víkverja komu á annað hundrað manns til aðstoðar …
Félagar í Víkverja komu á annað hundrað manns til aðstoðar í gær. Ljósmynd/Víkverji

Mikið mæddi á björgunarsveitarfólki í Víkverja í gær vegna ferðalanga í vanda beggja vegna Víkur í Mýrdal. Mikil úrkoma var á Suðurlandinu í gær og voru akstursskilyrði erfið. 

Um 50 ökutæki með á annað hundrað einstaklinga innanborðs voru í vandræðum á og við Reynisfjall, við Gatnabrún, við Hjörleifshöfða og austan Víkur við Múlakvísl.

Þá var eitthvað um að ferðamenn virtu ekki lokunarskilti og festu svo ökutæki sitt.

Aðgerðum lauk á ellefta tímanum í gærkvöldi og komust þá félagar í Víkverja heim í langþráðan hátíðarkvöldverð.

Hringveginum milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs hefur nú verið lokað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert