Snerist um að koma fólki í húsnæði

Frá snjómokstri í Reynishverfi. Mynd úr safni.
Frá snjómokstri í Reynishverfi. Mynd úr safni.

„Það þurfti ekki lengur að aðstoða neinn, heldur snerist þetta um að koma fólki í húsnæði,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við mbl.is. 

Í gærkvöldi var unnið að því að koma í skjól um 50 strandaglóp­um við Gatna­brún, þ.e. við af­leggj­ar­ann að Reyn­is­fjöru, og 10 við Pét­urs­ey.

Aðgerðum björgunarsveita lauk fyrir miðnætti í gær og spurður hvort það hafi komið upp fleiri verkefni um nóttina svarar hann því neitandi.

„Það hefur verið tiltölulega rólegt í nótt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert