Ráðuneytið fundaði vegna álags á bráðaþjónustu

Holskefla smit­sjúk­dóma herj­ar á land­ann um þess­ar mund­ir.
Holskefla smit­sjúk­dóma herj­ar á land­ann um þess­ar mund­ir. mbl.is/Jón Pétur

Heilbrigðisráðuneytið fundaði í dag með fulltrúum Landspítala og helstu aðilum sem veita heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og á heilbrigðisstofnunum í Kraganum vegna álags á bráðaþjónustu þessa dagana.

Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að rætt var um leiðir til að bregðast við stöðunni og farið yfir það helsta sem hefur verið gert í því skyni að undanförnu.

Þar segir að Landspítali hefur ákveðið að takmarka heimsóknir næstu daga við einn einstakling til hvers sjúklings daglega á skilgreindum heimsóknartímum. 

Ákvörðunin er tímabundin enda ljóst að hún er íþyngjandi og verður hún endurskoðuð eins fljótt og auðið er,“ segir í tilkynningunni.

„Staðan á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum er þung um þessar mundir, einkum vegna útbreiddra veirusýkinga í öndunarfærum.“

Þjónusta heilsugæslustöðvanna

Bent er á þjónustu heilsugæslustöðvanna, „þótt aðgengi að skráðum tímum í heilsugæslu sé takmarkað fá allir þar þjónustu sem þurfa.

Í tilkynningunni segir að ef erindi er brýnt getur fólk leitað beint til heilsugæslustöðvanna á dagvinnutíma og fengið þjónustu. Annars sé hægt að hafa samband í síma 513 - 1700 eða í síma 1700 og fengið þar ráðgjöf og leiðbeiningar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert