Fær fimm milljónir fyrir sjónvarpsþáttagerð

Ingileif Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Ketchup Productions, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ásmundur …
Ingileif Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Ketchup Productions, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Ljósmynd/Aðsend

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, undirrituðu í gær samning við Ketchup Productions um framleiðslu sjónvarpsþátta um skaðsemi hatursorðræðu.

Ingileif Friðriksdóttir er framkvæmdastjóri Ketchup Productions og hefur ásamt eiginkonu sinni, Maríu Rut Krist­ins­dótt­ur, heim­sótt skóla og kynnt mál­efni hinseg­in fólks auk þess sem þær halda úti Hinseg­in­leik­an­um á In­sta­gram. 

Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að greiðslur vegna verkefnisins nemi alls fimm milljónum króna.

Sjónvarpsþættir verða sýndir í Ríkssjónvarpinu og verða alls fjórir talsins.

Í tilkynningunni segir að þeir miði að því að fræða ungmenni um hatursorðræðu og verði meðal annars notaðir við kennslu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert