Hlýnar í dag en kólnar svo aftur í nótt

Rigningin mun breytast í haglél.
Rigningin mun breytast í haglél. mbl.is/Styrmir Kári

Hlýna mun, með rigningu, víða um land í dag. Þó verður úrkomumest á Suður- og Vesturlandi. Gert er ráð fyrir að sunnanvindi á bilinu 8 til 15 metra á sekúndu. 

Búast má við snjókomu fyrir norðan fram eftir morgni. Hiti verður á bilinu 2 til 7 stig eftir hádegi. 

Síðdegis snýst svo í hægari suðvestanátt og þá mun koma til með að kólna smám saman með skúrum og síðar slydduéljum. 

Víða verður él í nótt og í fyrramálið. Eftir hádegi á morgun snýst svo í norðan kalda eða stinningskalda og styttir upp sunnanlands. Hiti verður þá um eða undir frostmarki, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings. 

mbl.is