Íhugar að vara fólk við því þegar hún á bókað flug

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra mbl.is/Arnþór

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra viðraði þær hugmyndir í færslu á Instagram í dag, að birta alltaf upplýsingar um það þegar hún á bókað flug, svo fólk geti valið aðra daga til sinna ferða, „því það er alveg ljóst að ef ég er í fluginu þá mun það falla niður,“ segir ráðherrann í færslunni. 

Katrín er veðurteppt í Strassborg í Frakklandi um þessar mundir, og er þetta í þriðja sinn á fjórum vikum sem hún verður fyrir slíkum röskunum. 

Best að vera heima

Til þess að drepa tímann, og upplýsa þjóðina, birti hún myndband af sér á Instagram þar sem hún sagðist vonast til þess að komast heim sem fyrst. 

„Það sem ég er að hugsa um er að birta alltaf það þegar ég er í flugi þannig að þið hin getið farið á öðrum dögum. Því það er alveg ljóst að ef ég er í fluginu þá mun það falla niður,“ sagði hún meðal annars. 

„Nú er bara að krossa putta, komast heim. Þó það sé ágætt að vera annars staðar en heima þá er best að vera heima.“

Katrín krossar fingur.
Katrín krossar fingur. Skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert