Fjögur útköll vegna vatnsleka á einum klukkutíma

Mikill vatnselgur hefur verið á Sundlaugavegi í dag.
Mikill vatnselgur hefur verið á Sundlaugavegi í dag. mbl.is/Hallur Már

Fjögur útköll vegna vatnsleka hafa borist slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu frá því um klukkan hálf eitt í dag. Tveimur þeirra hefur verið sinnt af slökkviliði en hin voru afturkölluð.

Þetta segir varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is en ekki er vitað hversu mikið tjón hefur verið vegna lekana. 

Töluverður vatnselgur er á götum þar sem niðurföll eru stífluð af snjó. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðin hefur unnið hörðum höndum í dag við að moka frá niðurföllunum, að sögn varðstjóra.

Tveimur af útköllunum vegna vatnsleka voru afturkölluð þar sem tókst …
Tveimur af útköllunum vegna vatnsleka voru afturkölluð þar sem tókst að bregðast við lekunum án aðstoðar slökkviliðs. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is