Frauðplast fýkur um Tálknafjörð

Frá Tálknafirði í kvöld.
Frá Tálknafirði í kvöld. mbl.is/Guðlaugur J. Albertsson

Frauðplast sem kemur frá vinnslustöðvum Arctic Fish hefur verið á ferð og flugi í óveðrinu í Tálknafirði í kvöld. Lögreglu var gert viðvart og telur hún sig hafa náð stjórn á ástandinu, að sögn fréttaritara mbl.is.

Guðlaugur J. Albertsson, fréttaritari mbl.is á Tálknafirði, var í göngutúr með hundinn sinn þegar hann sá frauðplast fjúka frá fjörunni, nærri seiðaeldisstöð fyrirtækisins í firðinum.

mbl.is/Guðlaugur J. Albertsson

Snörpum hviðum spáð

Plastið virðist koma innan úr Norðurbotni en eldisstöðin er í botni Tálknafjarðar.

Gul veðurviðvörun er nú í gildi á Tálknafirði vegna sunnanstorms sem þar gengur yfir og hafa hviður þar farið í 20 m/s. Spáð er snörpum vindhviðum við fjöll og suðaustan en síðan suðvestan 18-25 metrum á sekúndu, til klukkan fjögur í nótt.

Seiðaeldisstöð Arctic Fish á Tálknafirði.
Seiðaeldisstöð Arctic Fish á Tálknafirði. mbl.is/Guðlaugur J. Albertsson
mbl.is

Bloggað um fréttina