Íslensk kona á jarðskjálftasvæðinu

Eygló Guðmundsdóttir sálfræðingur er stödd í skólahúsi í Gazientep í …
Eygló Guðmundsdóttir sálfræðingur er stödd í skólahúsi í Gazientep í Tyrklandi ásamt fjölda fólks þar sem heilu hverfin eru rústir einar eftir jarðskjálftana. Ljósmynd/Facebook

„Klukkan er að verða 11 um kvöld hér í Gazientep. Ég er hérna í skólahúsi þar sem fólk af svæðinu er og þar er fólk að fara að leggja sig svo ég hef ekki mikið rými til að tala í símann. Hér eru lítil börn sofnuð. Það er enn þá mikil óvissa í gangi hérna og jafnvel búist við öðrum stórum skjálfta, sem vonandi kemur ekki,“ segir Eygló Guðmundsdóttir sálfræðingur, sem er eini Íslendingurinn sem vitað er til að sé stödd á hamfarasvæðinu í Tyrklandi.

Hún segir að flestir sem hafi fengið skýli í skólahúsinu hafi líkt og hún sjálf ekkert sofið síðan fjögur í gærnótt.

Eygló birti fyrr í dag á Facebook þessa færslu:



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert