Íslausa svæðið rúmlega tvöfaldast að stærð

Ísinn sem eftir er þykir gisinn.
Ísinn sem eftir er þykir gisinn. Ljósmynd/ESA

Ísþekja sem náði yfir samtals 487 hektara svæði á Öskjuvatni er nú bráðnuð. Er nú svo komið að samfelld ísþekja er aðeins til staðar á norðausturhluta vatnsins, við Víti.

Þetta sýnir ný gervitunglamynd frá Sentinel 2-gervihnetti Geimvísindastofnunar Evrópu, sem rannsóknarstofu HÍ í eldfjallafræðum og náttúruvá hefur borist.

„Mikið er um gisinn ís sem nú er á milli íslausu svæðanna tveggja,“ segir í tilkynningu frá rannsóknarstofunni.

Greint var frá því fyrr í dag að samkvæmt mælingum hefði vökin á vatninu verið 205 hektarar að stærð á laugardag, og þá stækkað um 50 hektara frá því á föstudag.

Land rís hratt

Eins og greint var frá á síðasta ári hef­ur land tekið að rísa við eld­stöðina, en það hef­ur ekki gerst áratugum saman.

Ris­hraðinn í Öskju þykir óvenju­mik­ill, ef miðað er við sam­bæri­leg eld­fjöll í heim­in­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert