Meiri vilji til að ræða saman

Eyjólfur Árni Rafnsson, til vinstri, í Karphúsinu í morgun.
Eyjólfur Árni Rafnsson, til vinstri, í Karphúsinu í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, vonar að dagurinn í Karphúsinu verði langur.

„Ég vona að þetta verði langur dagur. Það er merki um að það sé verið að semja. Ef hann er stuttur þá er það ekki,“ sagði hann áður en viðræður hófust í morgun vegna kjaradeilu Eflingar og SA.

Ástráður Haraldssson, settur ríkissáttasemjari, í Karphúsinu í morgun.
Ástráður Haraldssson, settur ríkissáttasemjari, í Karphúsinu í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér finnst fyrst og fremst núna vera meiri vilji til þess að ræða saman. Við erum núna að ræða hluti sem við hefðum gjarnan viljað ræða í janúar og vorum með á borðinu þá og það er bara vel,“ sagði hann spurður út í aðkomu setts ríkissáttasemjara að deilunni, og bætti við að hreyfing væri komin á málin.

Eflingarmaðurinn Ragnar Ólason, til vinstri.
Eflingarmaðurinn Ragnar Ólason, til vinstri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Inntur eftir því hvort það væri SA þóknanlegt að stjórnvöld grípi inn í deiluna sagði hann hlutverk SA vera að semja og ekki reiða sig á hvað aðrir geta gert.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert