Gæti hafa verið í sjónum frá því í morgun

Hér má sjá bílinn í sjónum.
Hér má sjá bílinn í sjónum. mbl.is/Arnþór

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út nú um klukkan ellefu, eftir að bifreið hafnaði í sjónum við Skerjafjörð.

Enginn var í bílnum þegar slökkvilið bar að garði og eru kafarar og slökkvilið nú að vinna að því að ná bílnum upp á land en bíllinn var um tíu metra frá landi. 

Slökkvilið og lögregla eru á vettvangi.
Slökkvilið og lögregla eru á vettvangi. mbl.is/Arnþór

Erfitt að komast yfir grjótgarðinn

Í samtali við mbl.is segir Bjarni Ingimarsson, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, að slökkviliði hafi borist einhverjar ábendingar um það að bíllinn hafi farið í sjóinn við fjörðinn snemma í morgun. 

Ekki er vitað hvernig bíllinn lenti í sjónum en Bjarni segir erfitt að koma bíl yfir grjótgarðinn við sjóinn, þá sérstaklega í fjöru, en garðurinn er nokkrir metrar á hæð.

Uppfært:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert