Fá sjaldan starf sem hæfir þeirra menntun

Frá vinstri: Michelle Spinei. Kathryn Gunnarsson. Andrea Cheatham Kasper.
Frá vinstri: Michelle Spinei. Kathryn Gunnarsson. Andrea Cheatham Kasper.

Kathryn Elizabeth Gunnarsson rannsakar nú ásamt fleirum stöðu erlendra sérfræðinga á íslenskum vinnumarkaði og greinir þær hindranir sem á vegi þeirra verða hér á landi.

„Ég flutti til Íslands frá Bretlandi árið 2016 og erfitt reyndist fyrir mig að fá vinnu við hæfi hérlendis þótt ég hefði yfir tuttugu ára reynslu af mannauðsmálum og vinnumiðlun. Einfaldlega vegna þess að fólk þekkti mig ekki og vissi lítið um mig. Mér sýnist þetta vera dæmigert vandamál miðað við það sem ég hef séð síðar.

Í dag er ég eigandi ráðningarstofunnar Geko hér á Íslandi og við sjáum mörg dæmi um erlenda sérfræðinga sem reyna að finna starf við hæfi á íslenskum vinnumarkaði. Við hjá Geko höfum heyrt af mörgum dæmum þar sem erlendir sérfræðingar fá ekki störf við hæfi og komast stundum ekki í viðtöl. Hindranir eru því í veginum fyrir innflytjendur í atvinnuleit á Íslandi,“ segir Kathryn.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert