Beint: Bjarni og Hörður á ársfundi Landsvirkjunar

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er einn þeirra sem flytur erindi …
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er einn þeirra sem flytur erindi á fundinum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ársfundur Landsvirkjunar fer fram í dag klukkan 14 í Hörpu, en yfirskrift fundarins er Grunnu grænna samfélags. Meðal þeirra sem flytja erindi á fundinum eru fjármálaráðherra og forstjóri Landsvirkjunar. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér að neðan.

Hagnaður Lands­virkj­un­ar á nýliðnu ári nam 161,9 millj­ón­um doll­ara, jafn­v­irði 23 millj­arða króna. Jókst hagnaður­inn um ríf­lega 13,4 millj­ón­ir doll­ara frá fyrra ári þegar hann nam 148,6 millj­ón­um doll­ara. Þá lagði stjórn félagsins það til fyrir aðalfund félagsins að greiddur yrði arður upp á 140 milljónir dollara, jafnvirði 20 milljarða króna. Árið 2022 voru greidd­ar í rík­is­sjóð 120 millj­ón­ir doll­ara í formi arðgreiðslu vegna rekstr­ar­árs­ins 2021.

Dagskrá:

  • Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra
  • Jónas Þór Guðmundsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar
  • Hörður Arnarson, forstjóri
  • Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri
  • Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu
mbl.is