Rannsaka fornleifar víða um land í sumar

Yfirlitsmynd af rannsóknasvæðinu í Odda á Rangárvöllum.
Yfirlitsmynd af rannsóknasvæðinu í Odda á Rangárvöllum. Ljósmynd/Fornleifastofnun Íslands

Rannsókn fyrri ára á manngerðum hellum í Odda hefur þegar leitt í ljós mikilvægar upplýsingar um aldur, gerð og nýtingu þeirra. Enn er þó mörgum mikilvægum spurningum ósvarað um gerð og þróun hellakerfisins, til hvers hellarnir voru notaðir og hvort breytingar hafi verið gerðar á nýtingu þeirra á því tímabili sem þeir voru í notkun.

Hellarnir hafa verið aldursgreindir út frá gjóskulögum og virðast vera frá tímabilinu 950-1250/1300,“ segir Kristborg Þórsdóttir fornleifafræðingur sem stjórnar fornleifarannsókn í Odda á Rangárvöllum.

Verkefnið, sem er til þriggja ára, fékk á dögunum úthlutað 6,4 milljónum króna úr fornminjasjóði. Við það munu starfa 4-5 fornleifafræðingar á komandi sumri. Verkefnið er unnið á vegum Fornleifastofnunar Íslands sem er umsvifamesti aðilinn á sviði fornleifarannsókna hér á landi og fékk helming allra styrkja fornminasjóðs í ár.

Kristbjörg segir að samanlög stærð hellakerfisins í Odda sé áætluð um 400 fermetrar og eru þá ekki talin með þau torfhlöðnu hús sem eru við hellismunna.

„Stór hluti kerfisins hefur verið grafinn út strax um miðja 10. öld og eru þetta því með stærstu mannvirkjum sem fundist hafa frá því tímabili, ef ekki þau allra stærstu. Allt bendir til þess að hellarnir hafi verið notaðir fyrir búfénað, líklega nautgripi, en ekki er útilokað að fólk hafi hafst við í hluta hellanna á notkunartímanum,“ segir Kristbjörg. Í sumar verður haldið áfram að grafa upp stærri hrunda hellinn af tveimur sem eru á rannsóknarsvæðinu. Er markmiðið að grafa upp hellinn í heild sinni en hann er um 50 metra langur og 4-5 metra breiður.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »