Guðlaugur Þór segist vanhæfur og víkur sæti

Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson.
Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson. Samsett mynd

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, verður staðgengill Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, sem umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra, í tengslum við stjórnsýsluákæru fyrirtækisins Running Tide Iceland gegn Umhverfisstofnun.

Guðlaugur Þór telur sig vanhæfan til að fjalla um málið, að sögn RÚV, þar sem hann undirritaði ásamt tveimur öðrum ráðherrum viljayfirlýsingu við Running Tide Iceland í mars í fyrra um uppbyggingu verkefnis sem snýst um kolefnisförgun.

Guðlaugur Þór sat sömuleiðis í umhverfisnefnd Alþingis þegar hún  fjallaði um frumvarp um varnir gegn mengun hafs og stranda. Kæra Running Tide Iceland snýr að hluta til að þeim lögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert