Kona á þrítugsaldri látin eftir fall við Glym

Aðstæður í Glymsgili í gær.
Aðstæður í Glymsgili í gær. Ljósmynd/Landsbjörg

Kona á þrítugsaldri fannst látin eftir að hafa fallið niður í gilið við fossinn Glym í Hvalfirði í gær.

Hún hafði verið ásamt maka sínum í gönguferð upp með gilinu að ofanverðu við Glym þegar hún féll fram af brúninni. Fallið var mjög hátt og lést konan samstundis, að sögn lögreglunnar á Vesturlandi.

Aðstæður í Glymsgili voru erfiðar í gær, enda allt í …
Aðstæður í Glymsgili voru erfiðar í gær, enda allt í klakaböndum. Ljósmynd/Landsbjörg

Rannsóknardeild lögreglunnar á Vesturlandi vinnur að rannsókn málsins.

Lögreglan á Vesturlandi vill koma framfæri þökkum til allra þeirra sem komu að björgunaraðgerðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert