Stórt krapaflóð féll fyrir ofan byggð í Neskaupstað

Stórt krapaflóð féll fyrir ofan byggð.
Stórt krapaflóð féll fyrir ofan byggð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stórt krapaflóð af stærðargráðu fjögur féll nú fyrir skömmu fyrir ofan byggð í Neskaupstað. Flóðið náði niður í keilur en ekki alla leið að varnargörðum. „Flóðið var heldur stærra en maður hefði séð fyrir,“  segir Tómas Zoega snjóflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. 

Ólafur Tryggvi Ólafsson, yfirlögreluþjónn hjá fíkislögreglustjóra sem stýrir aðgerðum í Neskaupstað, segir að það sé viss léttir að fá flóð úr fjallinu. „Þetta þýðir í raun að það er að létta á fjallinu og hlíðar og gilin að hreinsa sig,“ segir Ólafur. 

Ólafur Tryggvi Ólafsson segir létti að snjó hafi losað úr …
Ólafur Tryggvi Ólafsson segir létti að snjó hafi losað úr fjallinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hann segir að rýmingar séu á lokametrum og eins og sakir standa hafi menn ekki miklar áhyggjur af þessum flóðum. „Við erum ekki í neinum sérstökum aðgerðum vegna flóðanna. Snjóflóðaeftirlitsmenn eru að skoða þetta og þetta er í raun léttir,“ segir Ólafur. 

Varðskipið Þór fór til Seyðisfjarðar að sækja sjúkling.
Varðskipið Þór fór til Seyðisfjarðar að sækja sjúkling. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Varðskipið sigldi á Seyðisfjörð 

Varðskipið Þór hefur verið við höfn í Neskaupstað undanfarna sólarhringa. Það sigldi hins vegar úr höfn fyrir skömmu. Haldið var á Seyðisfjörð að sækja sjúkling. „Þetta eru í raun sjúkraflutningar þar sem allt er ófært,“ segir Ólafur.  

Tómas Zoëga, snjóflóðaeftirlitsmaður Veðurstofunnar á Austurlandi.
Tómas Zoëga, snjóflóðaeftirlitsmaður Veðurstofunnar á Austurlandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert