Mun hækka verð á nýjum íbúðum

í nýrri fjármálaáætlun er gert ráð fyrir að endurgreiðsla virðisaukaskatts …
í nýrri fjármálaáætlun er gert ráð fyrir að endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði verði lækkuð úr 60% í 35%. Ljósmynd/Heiðar Kristjánsson

Verð nýrra íbúða gæti hækkað um 3-5% og íbúðum í byggingu fækkað, ef endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði verður lækkuð.

Þetta er mat Samtaka iðnaðarins (SI) en í nýrri fjármálaáætlun er gert ráð fyrir að endurgreiðslan verði lækkuð úr 60% í 35%. Hlutfallið var hækkað í 100% eftir efnahagshrunið, í því skyni að örva byggingargeirann, en var svo lækkað í 60% 2013. Það var aftur hækkað í 100% í farsóttinni og gilti það til 31. ágúst í fyrra.

Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri SI segir breytingarnar koma á slæmum tíma fyrir byggingariðnaðinn. „Það á að lækka endurgreiðsluna með þeim rökum að það séu svo mikil umsvif á byggingarmarkaði. Það eru hins vegar blikur á lofti í byggingariðnaði,“ segir Sigurður. Vextir hafi hækkað, sem og laun og verð á aðföngum, og efnahagshorfur versnað.

„Svigrúm verktaka er því ekki mikið. Við höfum rætt við félagsmenn sem segja að samanlagt muni þetta leiða til þess að verkefnum verði frestað, eða þau jafnvel slegin af. Það þýðir aðeins eitt: Þegar hagkerfið réttir úr kútnum, eftir eitt til tvö ár, verður ekki nægt framboð af íbúðum. Það liggur því fyrir að forsendur ríkisstjórnarinnar fyrir umræddri lækkun … halda því ekki og munu fyrst og fremst valda byggingaraðilum tjóni og draga úr uppbyggingu, þegar hjólin eiga aftur að fara að snúast.“

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra benti við kynningu á fjármálaáætlun á að enn væru mikil umsvif í byggingu á íbúðarhúsnæði og við viðhald og endurbætur. Við þessar aðstæður sé rétt að stjórnvöld sendi þau skilaboð að þau vilji aðeins „hægja á þessum vélum“. Bjarni boðar aðhald í ríkisfjármálum.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert