Deilur um bílastæði fóru úr böndunum

Um miðjan dag misstu tveir aðilar stjórn á sér vegna …
Um miðjan dag misstu tveir aðilar stjórn á sér vegna deilna um bifreiðastæði í Kauptúni. mbl.is/Árni Sæberg

Tveir ökumenn misstu stjórn á skapi sínu er þeir deildu um bifreiðastæði í Kauptúni um miðjan dag og þurfti lögregla að skerast í leikinn.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að annar hafi verið sakaður um líkamsárás en hinn um eignaspjöll.

Börn voru með í för beggja aðila og hefur barnavernd verið gert viðvart um atvikið.

Alls hefur 61 verkefni komið til úrvinnslu lögreglu frá því í morgun en langflest voru aðstoðarbeiðnir, minniháttar þjófnaðir og önnur minniháttar óhöpp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert