Lögreglan þakkar fyrir veitta aðstoð

Lögreglan þakkar þeim stóra hóp sem lagði hönd á plóg.
Lögreglan þakkar þeim stóra hóp sem lagði hönd á plóg. Ljósmynd/Landsbjörg

Lögreglan á Austurlandi þakkar öllum þeim sem að veittu aðstoð vegna ofankomunnar sem að reið yfir svæðið í liðinni viku. Um tröllvaxið verkefni hafi verið að ræða og fjölmargir hafi tekið höndum saman í þágu samfélagsins fyrir austan.

Lögreglan þakkar sérstaklega heimamönnum og fjölbreyttri flóru viðbragðsaðila svo sem, „Slysavarnafélaginu Landsbjörgu sem komu hvaðanæva að af landinu, lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslu, slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, Rauða krossinum, Vegagerð, Veðurstofu og fleiri. Ekki síður er þeim fjölmörgu heimamönnum sem gengu strax í öll þau verk er biðu þakkað kærlega samstarfið enn og aftur," segir í tilkynningu. 

Þá minnir lögreglan á þjónustumiðstöð Ríkislögreglustjóra og almannavarna sem opnuð verður á morgun í Egilsbúð í Neskaupstað. Þá sé hugur lögreglu hjá þeim sem eigi um sárt að binda eftir atburði vikunnar sem leið.     

mbl.is