Þjónustumiðstöð almannavarna opnuð á morgun

Þjónustumiðstöðin mun standa öllum íbúum Austfjarða til boða.
Þjónustumiðstöðin mun standa öllum íbúum Austfjarða til boða. Ljósmynd/Landsbjörg

Á morgun mun ríkislögreglustjóri, í samvinnu við Rauða krossinn og Fjarðarbyggð, opna þjónustumiðstöð almannavarna í Neskaupstað. Verður hún til húsa í Egilsbúð, félagsheimili Neskaupsstaðar, að segir í tilkynningu frá almannavörnum.

Verkefni þjónustumiðstöðvarinnar felast í stuðningi við íbúa og aðra sem á einhvern hátt hafa orðið fyrir áhrifum ofanflóða og ofanflóðahættu á Austfjörðum.

Stuðningurinn felur meðal annars í sér upplýsingagjöf og fræðslu af ýmsu tagi og Rauði krossinn mun þar halda áfram að bjóða upp á sálfélagslegan stuðning.

Ljósmynd/Landsbjörg

Lögð er áhersla á að þjónustumiðstöðin standi öllum á Austfjörðum til boða og eru íbúar hvattir til að nýta sér þjónustuna með öll þau erindi sem á þeim hvíla eftir atburði síðustu daga.

Tekið er fram að heitt sé á könnunni fyrir þau sem hafa tök á að mæta í Egilsbúð en einnig er hægt að hafa samband við þjónustumiðstöðina í síma 855 2787 og í netfangið fyrirspurnir@almannavarnir.is.

Opnunartími þjónustumiðstöðvarinnar verður sem hér segir:


Mánudaginn 3. apríl, klukkan 11 – 18
 
Þriðjudaginn 4. apríl, klukkan 11 – 18 
Miðvikudaginn 5. apríl, klukkan 11-18 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert