Fyrsta krían sást á Höfn þetta vorið

Fyrstu þrjár kríurnar sáust við Höfn á Hornafirði 27. apríl.
Fyrstu þrjár kríurnar sáust við Höfn á Hornafirði 27. apríl. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson

„Þetta er aðeins í seinna fallinu, en samt innan skekkjumarka,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur um komu kríunnar til landsins þetta vorið.

Fyrstu þrjár kríurnar sáust við Höfn á Hornafirði 27. apríl síðastliðinn samkvæmt upplýsingum frá Fuglaathugunarstöð Suðausturlands og svo sást um 300 fugla hópur þar í byrjun vikunnar. Sama dag, á mánudaginn, sáust 20 kríur við Jökulsárlón.

„Það sáust þrjár kríur á Stokkseyri á mánudaginn og nokkrar við Skarðsfjöruvita,“ segir Jóhann Óli í samtali við Morgunblaðið.

Norðvestanáttir

Jóhann Óli segir að fyrstu kríurnar hafi gjarnan verið að koma hingað til lands í kringum 25. apríl.

„Það voru norðvestanáttir hér í síðustu viku, þær hafa kannski frestað komu sinni aðeins,“ segir hann í léttum tón. „En það er merkilegt hvað fuglarnir eru vel stilltir inn. Þeir reyna að hoppa á hagstætt veður, nýta sér byrinn og passa að lenda ekki í mótvindi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert