Vísa kjaradeilu til sáttasemjara

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðræður Eflingar og samninganefndar ríkisins um endurnýjun kjarasamninga ganga ekki sem skyldi. Hefur Efling nú vísað kjaradeilunni til ríkissáttasemjara.

„Því miður hefur ríkið ekki viljað fallast á sanngjarnar kröfur okkar, sem eru í takt við þann árangur sem við náðum í viðræðum okkar við Reykjavíkurborg. Viðræðunum hefur því verið vísað til sáttasemjara,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í samtali við Morgunblaðið. „Við höfum jafnframt verið í viðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga og þær ganga ágætlega. Svo erum við að hefja viðræður við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu en ég get ekki á þessum tímapunkti svarað því hvernig þeim vindur fram,“ segir Sólveig Anna.

Ekki hefur verið boðað til sáttafundar í deilu Eflingar og ríkisins, að sögn hennar. 

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert