Hvenær tekur nýr ráðherra við?

Guðrún Hafsteinsdóttir, Bjarni Benediktsson og Jón Gunnarsson.
Guðrún Hafsteinsdóttir, Bjarni Benediktsson og Jón Gunnarsson. Samsett mynd

„Ég held að það gerist þannig, að ég segi þær fréttir þegar það verða þær fréttir að segja,“ segir Bjarni Benediktsson, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, spurður hvort hann hafi tekið ákvörðun um hvenær Guðrún Hafsteinsdóttir taki við sem dómsmálaráðherra. 

Er ný ríkisstjórn tók við í lok nóvember árið 2021 var Jón Gunnarsson settur dómsmálaráðherra til 18 mánaða og átti Guðrún, odd­viti sjálf­stæðismanna í Suður­kjör­dæmi, síðan að taka við embættinu. 

„Lof­orðið var 18 mánuðum frá kosn­ing­um, það er í mars,“ sagði Guðrún í Dagmálum í janúar á þessu ári. 

Gæti verið að það sé pirringur í mönnum

„Þegar það verða fréttir af því máli, þá mun ég segja þær fréttir,“ segir Bjarni spurður hvort ráðherraskiptin munu gerast áður en þingstörfum lýkur í byrjun júní.

Er enginn pirringur í mönnum að skiptin hafi ekki farið fram?

„Ég veit það ekki. Það getur verið, en þetta er bara eins og þetta er,“ segir Bjarni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert