Raskanir á flugi vegna veðurs

Flugáætlun Icelandair raskast vegna veðurs.
Flugáætlun Icelandair raskast vegna veðurs. Ljósmynd/Hörður Sveinsson

Búist er við að flug raskist vegna veðurs, en í tilkynningu frá Icelandair segir að ákvörðun hafi verið tekin um að seinka og aflýsa flugferðum.

Í samtali við mbl.is segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að seinkanir verði á flugferðum frá Evrópu til Keflavíkur, en að það hafi keðjuvirkandi áhrif flug frá Keflavík og valda því að flugferðum verði ýmist aflýst eða seinkað.

Í tilkynning flugfélagsins segir: Raskanirnar hafa þau áhrif að seinkun verður á síðdegisflugi frá Íslandi og í einhverjum tilfellum þarf að aflýsa flugi vegna afgreiðslutíma á flugvöllum erlendis. Raskanir hafa sömuleiðis orðið á innanlandsflugi í dag. Haft hefur verið samband við farþega sem verða fyrir áhrifum af seinkununum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert