14% háskólanema hér á landi búa við fæðuóöryggi

Ljósmynd/Colourbox

Stór hópur háskólanema hér á landi býr við fæðuóöryggi, að því er kemur fram í niðurstöðum rannsóknar meðal háskólanema á Íslandi.

Lesa má úr rannsókninni að þeir sem búa við fæðuóöryggi neyta einsleitari fæðu og leita í ódýrari kosti, sem leiðir til þess að fæðan er oftar en ekki næringarsnauð og ekki nægilega fjölbreytt, sem skilar sér í verri heilsu, þreytu og kvíða, að sögn Grétu Jakobsdóttur, lektors við Háskóla Íslands, sem stóð að rannsókninni hér á landi ásamt fleirum.

Fæðuóöryggi er skilgreint sem ótryggur aðgangur að næringarríkum og öruggum mat sem nálgast má á viðunandi hátt.

Þekking nauðsynleg

Fæðuóöryggi getur haft neikvæðar afleiðingar og sýnt sig í slakari námsárangri og vannæringu, sem getur haft skaðleg áhrif á heilsu og líðan. Gréta segir mikilvægt að huga að leiðum til þess að tryggja fæðuöryggi háskólanema.

Úrræðið gæti falist í aukinni fræðslu á grunnþekkingu um mat, næringu og eldamennsku, sem myndi hjálpa einstaklingum að taka hagkvæmari, heilsusamlegri og öruggari ákvarðanir í tengslum við mat.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »