Jarðskjálfti af stærð 2,8 varð við Eldvarpahraun um hádegi í dag.
Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar hefur stofnuninni borist ein tilkynning um að skjálftans hafi orðið vart í Grindavík.
Skjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur í nágrenni við bæinn að minnsta kosti undanfarinn mánuð.