Eldrauð og glæný bílastæði við Kerið í Grímsnesi

Kerið í Grímsnesi.
Kerið í Grímsnesi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjöldi bílastæða við Kerið í Grímsnesi hefur verið tvöfaldaður til að anna eftirspurn. Óskar Magnússon, einn rekstraraðila Kersins, segir að með framkvæmdunum sé einnig verið að auka öryggi ferðamanna sem sækja Kerið heim.

Í stæðin er notuð rauðamöl sem er náttúrulegt efni af staðnum. Óskar segir hana „falla miklu betur að umhverfinu en malbik“. Nýju bílastæðin eru hluti af uppbyggingu á svæðinu en seinna stendur til að smíða gestastofu við Kerið með salernisaðstöðu fyrir starfsfólk og gesti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert