Enn ein birtingarmynd fjárhagsstöðu borgarinnar

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og meðlimur í velferðarráði, …
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og meðlimur í velferðarráði, segir að hugur þurfi að fylgja máli hjá meirihlutanum og að lausnir verði að finnast fyrir skjólstæðinga Samhjálpar. Samsett mynd

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og meðlimur í velferðarráði, segir að hugur þurfi að fylgja máli hjá meirihlutanum og að lausnir verði að finnast fyrir skjólstæðinga Samhjálpar. Starfsemi áfangaheimilis þeirra við Höfðabakka í Reykjavík, eða Brú, er komið í uppnám eftir að Félagsbústaðir sögðu upp leigusamningi við þá.

Alda segir þetta vera enn eina birtingarmynd af fjárhagsstöðu borgarinnar.

„Við erum að sjá enn eina birtingarmyndina af fjárhagsstöðu Félagsbústaða og borgarinnar. Við áttum von á því að Félagsbústaðir myndu draga saman seglin enda staðan ekki búin að vera góð hjá þeim, sem má rekja til stefnu meirihlutans hjá Félagsbústöðum um að kaupa nánast bara íbúðir í nýbyggingum á þéttingarreitum.” Alda segir að það hafi komið sér verulega á óvart að til stæði að segja upp leigusamningi við Samhjálp. Hún hafi talið að flestir í velferðarráði væru sammála um mikilvægi aðgerða sem tryggja að fólk hefði skjól yfir höfði sér og að þetta áfangaheimili sé einn liður í því.

Ekki náðist í fulltrúa frá meirihlutanum við vinnslu fréttarinnar.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka