Samhjálp vísað á dyr

Samhjálp rekur einnig þessa kaffistofu í Borgartúni.
Samhjálp rekur einnig þessa kaffistofu í Borgartúni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óvíst er hvort hægt verður að halda áfram starfsemi áfangaheimilis Samhjálpar sem rekið er við Höfðabakka í Reykjavík eftir að Félagsbústaðir sögðu upp leigusamningi.

Á áfangaheimilinu, sem nefnist Brú, eru nú alls 18 einstaklingsíbúðir auk sameiginlegs fundarýmis.

Hefur Samhjálp verið gert að yfirgefa húsnæðið fyrir 1. febrúar 2024 og segir Edda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, starfsemina komna í „algjört uppnám“. Ekki sé hlaupið að því að finna annað húsnæði undir áfangaheimilið, sem Edda segir í raun vera einstakt á landsvísu. Starfsemin gæti því lagst alfarið af.

Fellur ekki að kjarnanum

„Brú gegnir ekki einungis mikilvægu hlutverki í okkar starfsemi heldur einnig þessari keðju áfangaheimila. Þetta er eina áfangaheimilið þar sem börn geta dvalið með foreldrum sínum. Þangað hafa því börn komið til helgardvalar eða jafnvel vikulangt,“ segir hún og bendir á að áfangaheimilið hafa skilað „mjög góðum“ árangri undanfarin ár.

Félagsbústaðir segjast með þessu vera að leggja meiri áherslu á kjarnastarfsemi, rekstur áfangaheimilis flokkast ekki þar undir.

Meira má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert