Dorrit fagnar hvalveiðahléinu

Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú.
Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrrverandi forsetafrú Íslands Dorrit Moussaieff fagnar stöðvun hvalveiða á Íslandi í nýrri færslu á Instagram.

Þar deilir hún ljósmynd frá 1973 þar sem má sjá hana ásamt höfrungi sem hún segist hafa hjálpað til við flutning á úr Windsor safari garðinum á Englandi, til Bandaríkjanna.

„Það var sannarlega ótrúleg lífsreynsla. Samtölin okkar voru ákaflega djúp. Hljóðin sem hún gaf frá sér til þess að gefa til kynna hvað henni líkaði og líkaði ekki við fólk og hreyfingar voru stöðug og skýr,“ skrifar Dorrit á Instagam í gær.

Færsluna má sjá hér að ofan.
Færsluna má sjá hér að ofan. Skjáskot/Instagram

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tilkynnti í gær að hvalveiðar skyldu nú stöðvaðar fram yfir sumar eða til 31. ágúst. Miklar deilur hafa verið uppi um hvalveiðar og með hvernig þær fara fram síðustu mánuði.

Ekki eru þó allir jafn sáttir við ákvörðun Svandísar og Dorrit. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði samráðherra sinn til dæmis ekki hafa gætt meðalhófsreglunnar í ákvörðun sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert