Myndskeið: Klifraði upp á nýstorknaðan gígbarm

Ung kona hættir sér upp á nýstorknað hraun.
Ung kona hættir sér upp á nýstorknað hraun. Ljósmynd/Ísleifur Elí

Áhættusæknir ferðamenn hafa margir virt tilmæli viðbragðsaðila að vettugi og gengið yfir nýstorknað hraun við gosstöðvarnar við Litla-Hrút.

Einn ferðamaður gerðist svo brattur að klifra upp nýstorknaðan gígbarm sem hraun flæddi úr fyrir ekki svo löngu, enda aðeins liðnir þrír sólarhringar frá því að gosið hófst.

Ljósmyndarinn Ísleifur Elí náði atvikinu á myndskeið sem hægt er að sjá hér að neðan.

View this post on Instagram

A post shared by Isleifur Elí (@isleifureli)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert