Orrustuþotur æfðu loftbardaga yfir Íslandi

Þýskar orrustuþotur af gerðinni Eurofighter Typhoon hafa flogið um lofthelgi Íslands síðan á föstudaginn og í nýju myndskeiði frá þýska flughernum má sjá er herinn æfði loftbardaga yfir Íslandi.

Eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði þá hafa þjóðverjarnir komið víða við. Þeir kíktu í útsýnisferð fram hjá Snæfellsjökli og flugu yfir Vestmannaeyjar svo fátt eitt sé nefnt.

Núna standa yfir æfingar hjá þýska flughernum en til landsins komu sex orrustuþotur og 30 liðsmenn flugsveitarinnar. Áætlað er að herinn dvelji hér á landi fram til 10. ágúst.  

Liðsmenn í flugsveitinni gera þotuna klára áður en hún tekur …
Liðsmenn í flugsveitinni gera þotuna klára áður en hún tekur á loft. Ljósmynd/Þýski flugherinn

Eru á öryggissvæðinu í Reykjanesbæ

Flugsveitin hefur aðsetur á öryggissvæðinu í Reykjanesbæ og mun æfa með stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli. Land­helg­is­gæsla Íslands ann­ast, í umboði ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, fram­kvæmd verk­efn­is­ins í sam­vinnu við Isa­via.

Eurofighter Typhoon tekur á loft á öryggissvæðinu í Reykjanesbæ.
Eurofighter Typhoon tekur á loft á öryggissvæðinu í Reykjanesbæ. Ljósmynd/Þýski flugherinn

Áður hefur komið fram að æfing þýska flughersins sé mikilvægur liður í því að efla stöðuvitund og þekkingu á aðstæðum á Íslandi.

Flugsveitin hefur aðsetur á öryggissvæðinu í Reykjanesbæ.
Flugsveitin hefur aðsetur á öryggissvæðinu í Reykjanesbæ. Ljósmynd/Þýski flugherinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka