Skjálfti af stærð 3,9 í Bárðarbungu

Algengt er að jörð skelfi undir Bárðarbungu.
Algengt er að jörð skelfi undir Bárðarbungu. mbl.is/Þórður

Skjálfti af stærðinni 3,9 mældist 1,6 kílómetra norður af Bárðarbungu um hálfþrjú í nótt. 

Skjálftavirkni í eldstöðinni er ekki óalgeng að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu en þar var síðast skjálfti þann 4. júlí upp á 3,9 stig.

Engin virkni hefur mælst umfram skjálftann en þrír litlir skjálftar mældust í gærkvöldi, einn rétt fyrir klukkan níu sem var 2 stig og tveir í gærmorgun, annars vegar upp á 1,5 stig og hins vegar 1,7 að stærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka