Jarðskjálfti í Bárðarbungu

Skjálftinn varð kl. 20.09.
Skjálftinn varð kl. 20.09. Kort/Veðurstofa Íslands

Skjálfti af stærðinni þremur varð í Bárðarbungu upp úr klukkan átta í kvöld. Algengt er að skjálftar af þessari stærð verði í eldstöðinni. 

Skjálftinn reið yfir klukkan 20.09 og mældist hann á 1,8 km dýpi. 

Nokkrir skjálftar yfir tveimur að stærð hafa orðið á Reykjaneshrygg í dag og einn yfir þremur að stærð. Reið hann yfir kl. 22.39 og mældist hann 3,1. Varð hann á 5,8 km dýpi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert