Höfðu áhyggjur af ódýrum hjónarúmsflutningi einyrkja

Þjónusta einyrkja þótti ógn við starfsemi Samskipa og Eimskips ef …
Þjónusta einyrkja þótti ógn við starfsemi Samskipa og Eimskips ef marka má ályktun Samkeppniseftirlitsins.

Eimskip og Samskip lýstu bæði áhyggjum af tilveru nokkurra sjálfstæðra vörubílstjóra á markaði en ekki samkeppni frá hvort öðru í landflutningum. Þetta er ein af ályktunum Samkeppniseftirlitsins í samantekt stofnunarinnar á samráðsbrotum Samskipa og Eimskips að mati stofnunarinnar. 

Fimm einyrkjar nefndir 

Vísað er til tölvupósts undirmanns til framkvæmdastjóra hjá Eimskip undir yfirskriftinni : „Samkeppni í landflutningum.“ 

Þar segir að Í tölvupósti undirmanns til framkvæmdastjóra að samkeppni í landflutningum væri að aukast. Framkvæmdastjóri Eimskip sagði þann sama dag að þetta „mikið áhyggjuefni.“

„Full ástæða væri til að hafa áhyggjur af þessari þróun og að grípa yrði til ráðstafana „til að tryggja okkar stöðu“. Í tölvupóstinum var ekki minnst á samkeppni frá Samskipum heldur var fjallað um samkeppni frá fimm einyrkjum og hafði einn þeirra t.d. verið að flytja hjónarúm fyrir 18 þúsund krónur á meðan. Eimskip bauð 60 þúsund krónur," segir í skýrslu Samkeppniseftirlitsins. 

Er þessi tölvupóstur sagður sýna fram á að umræddir einyrkjar eða „sjóræningjar“ hafi raskað jafnvægi á markaði.

Sjálfstæðir nefndir í tölvupóstum 

Í gagni umrædds framkvæmdastjóra landflutninga Eimskips frá 2010 segir um þetta:

„The main threat in the market are individual truck drivers.“ (Helsta ógnin á markaði stafar af vörubílstjórum sem starfa sem einyrkjar)

Í glæru frá forstjóra Samskipa frá sama ári er þessu lýst: „Independent truckers disturbing the market stability in domestic trucking and pushing prices down.“ (Sjálfstæðir vörubílstjórar trufla jafnvægi á innlendum markaði og þrýsta verðum niður)

Lýsandi fyrir hið ólögmæta samráð 

„Hafði Eimskip þannig mestar áhyggjur af samkeppni frá allra smæstu keppinautunum en ekki af samkeppni frá hinu öfluga fyrirtækinu á markaðnum, þ.e. Samskipum. Hið sama átti við um Samskip. Er það lýsandi fyrir hið ólögmæta samráð í landflutningum að það hafi að mati forstjóra Samskipa verið samkeppni við einyrkja ,en ekki Eimskip, sem sögð var geta ógnað jafnvæginu og leitt til lægra verðs í landflutningum," segir ályktun Samkeppniseftirlitsins í skýrslunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert