Játningin stangist á við raungögn

Skipaflutningafélögin Samskip og Eimskip hafa um árabil elt grátt silfur …
Skipaflutningafélögin Samskip og Eimskip hafa um árabil elt grátt silfur á flutningamarkaði. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Samskip telja að Eimskip hafi, með sátt sinni við Samkeppniseftirlitið (SKE) sumarið 2021, valdið félaginu umtalsverðu og fjölþættu tjóni.

Þetta kemur fram í ítarlegri stefnu Samskipa, en eins og greint var frá í fyrrakvöld hefur félagið höfðað mál gegn Eimskip þar sem þess er krafist að Eimskip beri óskipta bótaábyrgð á tjóni Samskipa vegna skriflegrar sáttar sem Eimskip og SKE gerðu með sér 16. júní 2021. Með sáttinni viðurkenndi Eimskip að hafa átt í samráði við Samskip á tímabilinu 2008 til 2013 og greiddi 1,5 milljarða króna í stjórnvaldssekt. Bæði félög höfðu verið til rannsóknar vegna meintra samkeppnisbrota í rúman áratug, þó án niðurstöðu, þegar sáttin var gerð.

Vísi til sáttar um 500 sinnum

Rannsókn SKE á meintum brotum Samskipa hélt áfram og lauk með því að félagið var sl. haust sektað um 4,2 milljarða króna. Stór hluti af niðurstöðu SKE byggðist á sátt Eimskips við eftirlitið tveimur árum áður.

Í stefnu Samskipa, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, kemur fram að í ákvörðun SKE vísi stofnunin um það bil 500 sinnum til sáttar Eimskips við umfjöllun um einstök atvik sem stofnunin telur til marks um ætlað samráð félaganna. Þá hafi Páll Gunnar Pálsson forstjóri SKE komið fram opinberlega og staðfest að sáttin hafi verið „mikilvægt innlegg í rannsóknina“.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK